það er allt að gerast í skemmtana lífinu framundan, ég sem hef svo oft kvartað yfir því að ekkert væri að gerast hér í litla debrecen. það er kannski verið að bæta það upp með þessari budapest ferð sem verður á laugardaginn. alveg stútufll dagskrá þar, kallinn búinn að panta lestarmiða, klippingu, gistingu og út að borða á Tom George.
svona smá info á þessum hollum hæ, þá er lestinn bara voða venjuleg og tekur 2 og hálfan tíma, klipping ætti að vera góð. ég pantað á flottasta placeinu í budapest, ég get ekki veirð að hleypa þessum tomas klippara hér í debrecen sem ekki bara klippir alla aðra heldur klippir hann skakkt. ég get ekki borgað né sætt mig við svona frammi stöðu. þannig að það er bara Hajas Fodrázs sem fær sjénsinn að þessu sinni. það verður tilkynnt seinna hvernig það ævintýri fer, jafnvel bara fyrir og eftir myndir svo að þið getið dæmt!
Tom George á að vera heitasti posh staðurinn í budapest um þessar mundir, fullur öll kvöld af stjörnum og túristum, gaman að sjá hvern mar rekst á þar... og tala nú ekki um matinn, einn sá besti í evrópu segja sumir, það á eftir að reyna á það og er ég með nokkra meistara með mér til að smakka... (ester og brownie í indverska matseðlinum)
gisting verður bara á gamla góða hostelinu nefnt í höfðuðið á bítal laginu "yellow submarine", besta við þann stað er staðsetningin, bara svona ef sklidi verð óhófleg drykkja þá gæti ég skilað mér heim...
kem með myndir og ssögur seinna.
og svo má ekki gleyma grillinu hjá gyðinga meistar Kobe á föstudaginn, það verður vægast sagt góð upphitun fyrir helgina. O.C. gengið ætlar að sjá um sjóðheita hamborgara fyrir viðstadda að hætti O.C.
r.mar