Tuesday

The OR not the ER

ég var í fyrsta skipti í dag að stíga inn í OR eða operating room eins og það heitir nú fullu nafni. þetta var alveg magnað !!!

málin eru þannig að ég hef lengi hugsað mér að verða skurðlæknir og vildi nátturulega komast inn á skurðstofu til að tjékka á þessu sem fyrst. mar verður nátturulega að prófa allt áður en mar vill taka e-h ákvörðun. það gengur bara ekki að ákveða svona hluti án þess að prufa.
þannig að ég er búinn að plögga mér hjá einum ungum og ferskum bæklunarlækni hérna í skólanum. gaurinn er bara 5 árum eldri en ég og er ekki feiminn við að hössla stelpur hérna í enska programinu í skólanum.

málið er nefnilega að ég er bara á 2 ári og það er kannski ekki tímabært fyrir mig að fara inn í aðgerðir því ég veit ekki nákvæmlega hvað er í gangi. það er nefnilega verið að kenna basic surgery techniques (BST) á 3 ári. allavega þá er hann búinn að taka mig undir hans verndarvæng og ég verð að aðstoða hann á þessari önn. ég hef alltaf verið mikið fyrir það að troða mér inn á hinum og þessum stöðum til að koma mér áfram, þar breytist ekkert.

ímyndið ykkur; þarna stend ég að þvo hendur alveg upp á olnboga í fimm mínótur, skrúbba alveg hátt og látt. mér var útvegað grænum svona "scrub" galli sem var alveg í það þrenngsta á meðan ég var að ganga inn í eina flottustu skurðstofu í skólanum.

aðgeðinar sem ég sá í dag voru sýnis taka úr mjöðm og önnur þar sem ég sá vöðva lengingu á háls vöðva á litlu barni. alveg ótrúlegt !!!


róbert mar